Amal Clooney hélt að hún myndi pipra

Amal Clooney hélt ræðu þegar George Clooney var heiðraður fyrir …
Amal Clooney hélt ræðu þegar George Clooney var heiðraður fyrir ævistarf sitt. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney opnaði sig um lífið með George Clooney þegar leikarinn og leikstjórinn tók við verðlaunum fyrir starf sitt í Los Angeles í gær. Ræða Amal gaf innsýn í líf hjónanna sem eru annars dugleg að halda einkalífi sínu út af fyrir sig.

Amal segist hafa hitt eiginmann sinn þegar hún var 35 ára og grínaðist með það að hún hafi verið byrjuð að sætta sig við að vera ein alla ævi. Í ræðunni sem Daily Mail birti í heild sinni sagði Amal að þegar hún og eiginmaður hennar byrjuðu að hittast hafi þau falið sig í íbúð hennar í London og fljótlega hafi henni liðið eins og henni langaði aldrei að vera með neinum öðrum.

„Ég gat ekki sofið þegar við vorum í sundur og mér er sagt að ég hafi sýnt ákveðið glott og hallað höfðinu þegar ég las skilaboð frá honum eða bréf sem hann hafði falið í töskunni minni. Fimm árum seinna hefur ekkert af þessu breyst, hann er manneskjan sem á alla mína aðdáun og ég bráðna í hvert sinn sem hann brosir,“ sagði Amal í ræðu sinni. „Elskan mín það sem ég fann með þér er sú stórkostlega ást sem ég vonaði að væri til. Og að sjá þig með Ellu og Alexander er mesta gleðin í lífi mínu.“

Amal sem er fertug og 17 árum yngri en George Clooney giftist stjörnunni í Feneyjum í september árið 2014 eftir stutta trúlofun. Fyrir ári síðan eignuðust þau síðan tvíburana Ellu og Alexander.

Amal Clooney.
Amal Clooney. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.