30 milljónir horft á sambandsslitin

Liza Kos­hy og David Dobrik eru hætt saman.
Liza Kos­hy og David Dobrik eru hætt saman. Ljósmynd/Youtube.com

Liza Koshy og David Dobrik eru heimsfrægar Youtube-stjörnur og par sem allir undir tvítugu þekkja. Nú er mikið upphlaup í netheimum því þau hafa nú deilt því með heiminum að þau séu hætt saman. Sambandsslitin eru gerð upp í 6 mínúna myndbandi sem slegið hefur í gegn en tæplega 30 milljónir hafa horft á myndbandið.  

Koshy og Dobrik eru bæði með Youtube rásir. Hann er með 7 miljón áskrifendur og hún 14 miljónir og teljast þau stórstjörnur á þeim miðli.

Í myndbandinu kemur fram að þau hafi hætt saman fyrir 6 mánuðum en hafi ekki verið tilbúin að greina heiminum frá stórtíðindunum fyrr en núna. Myndbandið er tilfinningaþrungið en Koshy og Dobrik reyndu að brotna ekki niður og gráta en að lokum réðu þau ekki við sig.

Hún sagði í myndbandinu að hún væri að ganga í gegnum erfiða hluti og þurfti að læra að elska sjálfa sig áður en hún elskaði einhvern annan. Þá segir hún jafnframt þau hafa verið of upptekin til að geta látið sambandið ganga. Hann var einnig mjög aumur í myndabandinu og sagði að samband þeirra hefði verið tvö bestu ár lífs hans. Þótt þau væru hætt saman væru þau enn bestu vinir.

mbl.is

Bloggað um fréttina