Brynjar mættur á Twitter

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson er kominn með Twitter-aðgang, en hann hefur hingað til verið duglegur að tjá sig á Facebook þar sem ummæli hans hafa oft og tíðum vakið upp talsvert umtal. Fór Brynjar eitt sinn í Facebook-bindindi, en mætti fljótlega aftur á samfélagsmiðilinn.

Í gær sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, frá því að hún væri búin að kynna Twitter fyrir Brynjari. Tók hún þó sérstaklega fram að hún tæki enga ábyrgð á því sem kæmi í kjölfarið.

Brynjar grínast, að öllum líkindum, í dag með að það hafi aftur á móti orðið einhver misskilningur á milli sín og Áslaugar Örnu. „Bað um að koma mér á Tinder en ekki Twitter,“ segir Brynjar í sínu fyrsta tísti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson