Daníel hlýtur Reumert-verðlaunin

Daníel Bjarnason tónskáld fékk dönsku sviðslistaverðlaunin í kvöld fyrir óperuna …
Daníel Bjarnason tónskáld fékk dönsku sviðslistaverðlaunin í kvöld fyrir óperuna Brothers. mbl.is/Valli

Daníel Bjarnason, tónskáld og höfundur óperunnar Brothers, eða Bræður, sem Íslenska óper­an sýn­di nú í kvöld í sam­starfi við Jósku óper­una og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands í Eld­borg Hörpu á Lista­hátíð í Reykja­vík hlaut í kvöld dönsku sviðslistarverðlaunin fyrir óperu ársins.

Brot­h­ers, sem fjall­ar um stríð, bræðralag og ást­ir, bygg­ist á sam­nefndri kvik­mynd eft­ir Sus­anne Bier. Með hlut­verk bræðranna í verk­inu fara Odd­ur Arnþór Jóns­son og Elm­ar Gil­berts­son, en í öðrum hlut­verk­um eru Marie Arnet, Þóra Ein­ars­dótt­ir, James Laing, Jakob Zet­hner, Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir, Selma Buch Ørum Vill­umsen og Paul Carey Jo­nes. Leik­stjórn er í hönd­um Kas­pers Holten, leik­mynd­ina gerði Stef­fen Aarf­ing og lýs­ingu hannaði Ell­en Ruge.

Brot­h­ers var frum­sýnd í Árós­um í ág­úst 2017 við afar góðar viðtök­ur jafnt áhorf­enda sem gagn­rýn­enda. Upp­færsl­an fékk fullt hús stiga hjá Cp­hpost þar sem rýn­ir hrósaði tón­list­inni í há­stert og sagði að tónlist Daní­els væri „mögnuð. Tón­list­in, sem hef­ur yf­ir­bragð kvik­mynda­tón­list­ar, flyt­ur hlust­end­ur yfir í aðra ver­öld.“

Oddur Arnþór Jónsson fer með annað aðalhlutverkið í Brothers.
Oddur Arnþór Jónsson fer með annað aðalhlutverkið í Brothers. Ljós­mynd/​Jó­hanna Ólafs­dótt­ir
Marie Arnet fyr­ir miðju og Þóra Ein­ars­dótt­ir til hægri. Fyr­ir …
Marie Arnet fyr­ir miðju og Þóra Ein­ars­dótt­ir til hægri. Fyr­ir aft­an eru Odd­ur Arnþór Jóns­son og James Laing. Ljós­mynd/​Jó­hanna Ólafs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson