Aron Einar og Sóli Hólm í fáránlegu standi

Aron Einar og Sóli Hólm eru áþekkir.
Aron Einar og Sóli Hólm eru áþekkir. skjáskot/Instagram

Fjölmiðlamaðurinn og grínistinn Sólmundur Hólm eða Sóli eins og hann er kallaður er greinilega byrjaður að hita upp fyrir HM. Í gær birti hann mynd af sér og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á samfélagsmiðlum þar sem hann fór yfir hvað þeir eiga sameiginlegt. 

Sóli og Aron Einar eru áþekkir á myndinni sem Sóli setti saman. Báðir flottir berir að ofan með lítið hár. Segir Sóli þá báða koma til baka eftir erfiða tíma í fáránlegu standi. Aron Einar er að jafna sig eftir meiðsli en sjálfur glímdi Sóli við krabbamein og gerir grín að því í uppistandi sínu. 

mbl.is