Fékk Reumert og dansaði fyrir drottningu

Jón Axel í sýningunni Farlige Forbindelser.
Jón Axel í sýningunni Farlige Forbindelser. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er mjög stórt,“ segir dansarinn Jón Axel Fransson sem var valinn dansari ársins á Reumert-verðlaununum, dönsku sviðslistaverðlaununum, á laugardagskvöld.

Jón Axel segir verðlaunin mikinn heiður, en þau hlaut hann fyrir frammistöðu sína í sýningunum Farlige forbindelser og Spar dame við Konunglega ballettinn í Kaupmannahöfn, en þar hefur hann starfað frá árinu 2010.

Hann hefur áður verið tilnefndur til verðlaunanna, árið 2015, en það kom honum mikið á óvart að hafa hreppt verðlaunin í þetta skiptið. „Mér brá rosalega þegar þetta gerðist.“

Jón Axel gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna og því tók frændi hans við verðlaununum. „Ég var með sýningu í Konunglega sama kvöld. Ég fékk bara að vita rétt áður en ég fór á sviðið að ég hefði unnið,“ segir hann en tekur fyrir það að hafa staðið sig betur í sýningunni fyrir vikið. „Það þarf alltaf að standa sig vel.“

Hann þurfti vægast sagt að standa sig vel þetta kvöld sem verðlaunin voru afhent, en þá dansaði hann ásamt dönsurum frá nokkrum stærstu ballettum heims, Opéra National de Paris, Bolshoi í Moskvu, New York City Ballet og Royal Ballet í London. Meðal áhorfenda voru Margrét Þórhildur Danadrottning og systir hennar, Benedikta Danaprinsessa.

Jóni Axel var ekki kunnugt um að landi hans, Daníel Bjarnason höfundur Brothers-óperunnar, hefði einnig unnið til verðlauna á hátíðinni. „Vá, frábært. Tveir Íslendingar að fá Reumert. Ég hlakka til að sjá það.“

Jón Axel er 27 ára gamall og hefur búið í Danmörku frá þriggja ára aldri.

Ljósmynd/Aðsend.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson