Komin í gamla formið 7 vikum eftir fæðingu

Katrín hertogaynja á laugardaginn.
Katrín hertogaynja á laugardaginn. AFP

Katrín hertogaynja eignaðist sitt þriðja barn í apríl með Vilhjálmi Bretaprins. Þykir hertogaynjan vera búin að ná af sér meðgöngukílóunum á undraverðan hátt enda aðeins sjö vikur síðan Lúðvík litli kom í heiminn. 

Í brúðkaupi Harry og Meghan 19. maí bar Katrín merki þess að vera nýbúin að eiga barn. Á laugardaginn fagnaði Katrín opinberu afmæli Bretadrottningar og á sunnudaginn skemmti hún sér á pólóleik. Virtist hún vera aftur orðin tággrönn rétt eins og hún var áður en hún varð ólétt.

Katrín ásamt Karlottu prinsessu 19. maí.
Katrín ásamt Karlottu prinsessu 19. maí. AFP

Daily Mail ræddi við ljósmóður sem segir ótrúlegt hversu stuttan tíma það hafi tekið Katrínu að komast í sitt fyrra form, sérstaklega í ljósi þess að þetta sé þriðja barn hennar. Taldi hún líklegt að Katrín væri að passa mataræðið og segir að það geti reynst konum erfitt á fyrstu vikunum. 

Ljósmóðirin segir það eðlilegt að það taki konur heilt ár að missa kílóin sem þær bættu á sig á meðgöngunni og það reynist erfiðara með hverju barninu. Hún tekur það hins vegar fram að genin spili inn. 

Vilhjálmur og Katrín eignuðust sitt þriðja barn 23. apríl.
Vilhjálmur og Katrín eignuðust sitt þriðja barn 23. apríl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson