Jolie gæti misst forræðið

Angelina Jolie og Brad Pitt eiga saman sex börn.
Angelina Jolie og Brad Pitt eiga saman sex börn. mbl.is/AFP

Leikkonan Angelina Jolie er með forræði yfir börnum sínum sex sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Brad Pitt. Jolie á nú í hættu á að missa forræðið ef hún reynir ekki að bæta samband barna sinna við föður þeirra. 

Tha Blast hefur undir höndum dómsskjöl þar sem dómari í skilnaðarmáli leikaranna tekur skýrt fram að ef Jolie fari ekki eftir ráðleggingum hans geti það endað með því að börnin eyði minni tíma með henni og Pitt fái forræðið. 

Meðal þess sem Jolie þarf gera til þess að bæta sambandið er að skipuleggja símtal á milli barnanna og læknis sem á að útskýra að dómstóllinn hafi komist að því að þau séu örugg hjá föður sínum. 

Jolie þarf einnig að láta Pitt fá símanúmer á farsímum barnanna og hefur leikarinn leyfi til þess að hringja í börnin þegar hann vill. Hún hefur auk þess ekki leyfi til þess að lesa skilaboð sem börnin fá frá Pitt. 

Dómarinn kom einnig að því að skipuleggja sumar barnanna en Pitt fær að vera með börnunum til að byrja með í nokkra klukkutíma á dag en í lok sumars fær hann að hafa þau hjá sér í viku. Maddox sem er 16 ára og elsta barn þeirra ræður hvort hann eyðir tíma með foreldrum sínum vegna þess hversu gamall hann er. 

Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan …
Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan allt lék í lyndi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson