Mælir með að skilja

Lily Allen
Lily Allen AFP

Skilnaður tónlistarkonunnar Lily Allen við eiginmann sinn Sam Cooper gekk formlega í gegn í ár. Allen er greinilega búin að jafna sig eftir skilnaðinn og mælir með því að fólk skilji. 

„Ég mæli með skilnaði fyrir alla,“ sagði Allen í sjónvarpsviðtali á dögunum samkvæmt Mirror. Allen sem á tvö börn með Cooper segir það vera kost að vera bara með börnin aðra hverja viku. 

„Þegar ég er í hljóðverinu er Sam með börnin og þegar ég er með börnin er ég mamma. Þetta gengur upp. Ég er með viku og viku fría. Þegar kemur að vinnunni minn þá er þetta fullkomið,“ segi Allen sem vinnur óreglulega þegar hún er að semja. 

Söngkonan Lily Allen.
Söngkonan Lily Allen. AFP
mbl.is