Með klámstjörnur í nýjasta verkinu

Clermont tvíburarnir kalla sig YEEZY TWINS og nota #SUPERMOON til …
Clermont tvíburarnir kalla sig YEEZY TWINS og nota #SUPERMOON til að kynna herferðina. Ljósmynd/skjáskot Twitter

Kanye West frumsýndi nýju Yeezy línu óvænt á Twitter í nótt. Fólk heldur áfram að skiptast í tvær fylkingar. Sumir elska hann aðrir elska að hata hann. Linan er furðulega skemmtileg. Hún er liður í að kynna Yeezy 500 Supermoon strigaskóna hans.

W segir myndirnar gamaldags að því leiti að hún sýni naktar konur og full klædda menn. Í herferðina notar West þekkta einstaklinga og klámstjörnur. Clermont tvíburarnir sem þykja líkir Kim Karadashian sýna mikla nekt í herferðinni sem tekin er af Eli Russell Linnetz. 

Kanye West heldur því fram að hann sé gjöf Guðs til mannkynsins og er ekki í nokkrum vafa sjálfur um eigið ágæti. Almenningur er samt sem áður ennþá að melta myndir af Twitter reikningi stjörnunnar. Hvort myndirnar séu flottar eða helber hryllingur? 

Eitt er víst að nýjar myndir af fatnaði úr smiðju stjörnunnar á Twitter er ekki að gera almenningi auðvelt fyrir að ákveða sig.

Einn Twitter fylgjandi spyr: Af hverju ertu að mynda módel að klæða sig? 

Sá hinn sami fær svar um að þetta sé list og svarar: „Þetta er ekki LIST. List hefur einhverja þýðingu og býr til tilfiningar, skapar umræðu. Þetta var myndband af fyrirsætu að fara í buxur. Hættið að strjúka egóið á Kanye West. Það er nægilega stórt fyrir mann með enga raunverulega hæfileika.

Greinilegt er að West er að nota Kardashian sem mjúsu í herferðinni sinni.  En Lela Star þykir einstaklega lík Kardashian.

Það er án efa eitthvað áhugavert við þessar nýju myndir sem West birtir. Þær eru einstakar á sinn hátt. Auðvitað spilar nekt og ýmislegt annað lykilhlutverkið í verkum West eins og sjá má á þessum myndum.  

Það er ýmislegt sem ekki má og þykir fallegt þá sér í lagi þegar kemur að hátískunni. Stór gervibrjóst og mikil tilgerð hefur sem dæmi aldrei komist í tísku í suðupotti hátískunnar í löndum eins og Frakklandi og á Ítalíu. 


En auðvitað er West ekki að reyna að ganga í skó hönnuða eins og Yves Saint Laurent eða Tom Ford. Hann gerir sitt eigið út frá sínum hugmyndum. Þeim hugarheimi sem hann kemur úr. Hann fær athygli fyrir það sem hann gerir og selur vörur sínar sem hlýtur að vera afrek í sjálfu sér sama hvað hverjum finnst um gæði og framsetningu þess sem hann er að bjóða upp á. Það er sigur í sjálfum sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant