Með tattú með nafni táningskærastans

Á handlegg Chyna má sjá glitta í nýja húðflúrið.
Á handlegg Chyna má sjá glitta í nýja húðflúrið. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Blac Chyna er komin með nýtt húðflúr í safnið en það fer aðeins minna fyrir því en til dæmis húðflúrinu á hægra læri hennar. Chyna birti mynd af sér á Instagram þar sem nafnið „Jay“ sést á vinstri handlegg fyrirsætunnar. 

Nafnið er ekki út í loftið en kærasti hennar kallar sig YBN Almighty Jay. Sambandið hefur vakið töluverða athygli enda Chyna þrítug og kærastinn sem er rappari aðeins 18 ára. Svo virðist sem alvara sé í sambandinu enda búið að innsigla það með húðflúri. 

Á dögunum kom upp sá orðrómur að Chyna ætti von á barni með nýja kærastanum en sumum þótti glitta í litla bumbu í þröngum kjól sem hún klæddist. Chyna á tvö börn, það yngra á hún með raun­veru­leika­stjörn­unni Rob Kar­dashi­an en þau hættu endanlega sam­an í febrúar í fyrra eft­ir storma­samt sam­band. Eldra barnið á hún með rapp­ar­an­um Tyga en nýi kærast­inn er líka rapp­ari. 

Morning cutie @fashionnova

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on Jun 11, 2018 at 8:53am PDT

mbl.is