Segir Star Wars-aðdáendum að hætta neteineltinu

John Boyega
John Boyega AFP

Leikarinn John Boyega hefur hvatt aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna til að hætta að áreita meðleikara sína á samfélagsmiðlum.

Ummæli Boyega koma í kjölfar þess að tvær stjörnur myndanna, Daisy Ridley sem leikur Rey, og Kelly Marie Tran, sem leikur Rose Tico, hættu á Instagram eftir neteinelti.

Boyega, sem leikur liðhlaupann Finn, tísti „Ef þér líkar ekki við Star Wars eða persónurnar verðurðu að skilja að það eru aðrir sem taka ákvarðanir. Það hefur ekkert upp á sig að áreita leikarana. Þú átt engan rétt á kurteisi þegar nálgunin þín er dónaleg. Jafnvel þó þú hafir borgað fyrir miðann.“



Hann ítrekaði síðar að þorri aðdáenda styddi leikarana og þakkaði þeim fyrir að setja sig í skó þeirra. „Þið skiljið að það er ferli, svo mikils metið.“

Í nýjasta tísti leikarans virðist hann kveðja miðilinn, í það minnsta tímabundið. „9. þáttur í undirbúningi... sjáumst!“ segir hann og vísar í að vinna er hafin við níundu Stjörnustríðsmyndina sem ætti að koma út 20. desember 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant