Það besta við að vera gift Travolta

John Travolta og Kelly Preston fagna 27 ára brúðkaupsafmæli í ...
John Travolta og Kelly Preston fagna 27 ára brúðkaupsafmæli í ár. AFP

Leikkonan Kelly Preston hefur verið gift leikaranum John Travolta í 27 ár í haust. Preston talaði fallega um hjónaband sitt í þætti Andy Cohen og átti erfitt með að velja hvað væri það besta við að vera gift Grease-stjörnunni. 

Preston segir að það hafi eiginlega verið um ást við fyrstu sýn að ræða þegar þau kynntust við tökur á myndinni The Experts. „Sko, við getum sagt það að ég var ekki mjög hamingjusamlega gift. Ég var með rangri manneskju,“ sagði Preston en hún var gift leikaranum Kevin Gage árin 1985 til 1987.

Kelly Preston, John Travolta og börnin þeirra Ella Bleu Travolta ...
Kelly Preston, John Travolta og börnin þeirra Ella Bleu Travolta og Benjamin Travolta. AFP

Preston sagði of marga hluti vera þá bestu við að vera gift Travolta. „Varirnar hans, dansinn, skemmtunin,“ sagði Preston sem segir þau enn vera sídansandi. „Krakkarnir dansa með okkur, við dönsum heima. Við förum út að dansa. Já, ég elska það.“ 

mbl.is