Auðmýkt skilar engu!

Catherine Zeta-Jones er ánægð með lífið og tilveruna. Hún stígur ...
Catherine Zeta-Jones er ánægð með lífið og tilveruna. Hún stígur fram og lætur drauma sína rætast. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Í samtali við Daily Mirror segir Catherine Zeta-Jones vera komin með nóg af því að afsaka sig. Hún sé hætt því fyrir fullt og allt. „Já ég er leikkona. Ég er falleg. Ég á eiginmann sem er stjarna. Ég á frábær börn. Er rík og hamingjusöm! Auðmýkt hefur ekki skilað mér neinu,“ segir hún.

Zeta-Jones sem er gift leikaranum Michael Douglas viðurkennir í viðtalinu að hún hafi misst neistann á tímabili. Hún hafi upplifað ótta og hræðslu en sé nú tilbúin að stíga fram aftur.

„Ég missti neistann fyrir mér þegar ég varð eldri sem leikkona. Ég varð óttaslegin og fór að spá í hvað öðrum fannst um mig. Ég var farsæll leikari, það kom ekkert upp á. Ástæðan fyrir því að ég komst áfram á sínum tíma var af því ég var óhrædd.“

Zeta-Jones er þessa dagana að leika í nýrri þáttaröð fyrir Facebook sem heitir Queen America. Hún fer með hlutverk þjálfara í fegurðarsamkeppni. Þættirnir verða tíu og eru gamanþættir. Þeir verða sýndir á nýjum vettvangi Facebook þar sem þeir veita samkeppni á sviði sjónvarpsefnis og kvikmynda.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig sem ég gat ekki látið framhjá mér fara!“

💖

A post shared by Catherine Zeta-Jones (@catherinezetajones) on May 16, 2018 at 2:01pm PDT

mbl.is