„Besti eiginmaður í heimi“

Meghan Markle í konunglegu heimsókninni í gær.
Meghan Markle í konunglegu heimsókninni í gær. mbl.is/AFP

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, sagði aðdáanda að eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, væri besti eiginmaður í heimi. Þær Markle og Elísabet Englandsdrottning fóru í konunglega heimsókn til Cheshire í gær þar sem fjöldi fólks var saman kominn við opnun Mersey-brúarinnar. 

Markle heilsaði aðdáendum sínum og spurði einn hana hvernig hjónalífið væri þessar fyrstu vikurnar. Markle skóf ekkert af því og sagði það dásamlegt. Hún bætti svo við að Harry væri besti eiginmaður í heimi. 

Hjónin Harry og Meghan á leið heim úr afmælisveislu drottningarinnar ...
Hjónin Harry og Meghan á leið heim úr afmælisveislu drottningarinnar fyrr í mánuðinum. mbl.is/AFP
mbl.is