Ný plata frá Beyoncé og Jay Z á Tidal

Hjónin Beyoncé og Jay Z halda áfram að fremja tónlistargaldra.
Hjónin Beyoncé og Jay Z halda áfram að fremja tónlistargaldra. Ljósmynd/Facebook-síðu Beyoncé

Hjónin Beyoncé og Jay Z hafa gefið út nýja plötu í sameiningu á tónlistarveitunni Tidal. Nýja platan, sem ber heitið Everything is Love, hefur komið mörgum ánægjulega á óvart, en söngkonan greindi frá þessu þegar hún birti myndband við eitt lag á samfélagsmiðlum í gær. 

Um er að ræða níu laga plötu sem hjónin vinna að í sameiningu. Beyoncé greindi frá þessu er hjónin héldu tónleika í London sem er hluti af OTR II-tónleikaferðalaginu, að því er segir á vef Independent.

Aðeins er hægt að nálgast plötuna í gegnum áskriftarþjónustu Tidal, sem er í eigu Jay Z.

Margir hafa beðið eftir plötu frá þeim, en Jay Z hafði greint frá því í samtali við New York Tiems að þau hafi verið að semja ný lög eftir að hann gaf út plötuna 4:44 í fyrra og hún Lemonade árið 2016, en sú plata naut mikilla vinsælda. mbl.is