9 ára í meðferð vegna Fortnite

Fíkn getur leynst víða. 9 ára barn þurfti að fara …
Fíkn getur leynst víða. 9 ára barn þurfti að fara í meðferð við tölvuleikjafíkn, hún spilaði leikinn Fortnite 10 klst. á dag. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Mirror greinir frá því að 9 ára stúlka þurfti að fara í meðferð vegna Fortnite-tölvuleiksins sem börn víða um heiminn eru að spila um þessar mundir.

Í greininni kemur fram að foreldrum stúlkunnar var ekki kunnugt um fíkn tengda tölvuleikjum. Stúlkan fór á fætur á næturnar og spilaði leikinn. Hún pissaði á sig því hún gaf sér ekki tíma til að fara á klósettið. Hún fór í fráhvörf þegar hún hætti að spila svo foreldrarnir sáu sér ekki annað fært en að aðstoða stúlkuna í meðferð. Svo háð varð hún leiknum. Um tíma var hún að spila leikinn í 10 klukkustundir á dag. 

Fráhvörfum við leikjafíkn er lýst þannig að börn verða óróleg, þau sýna ofbeldi eða skapofsa. Eiga erfitt með að sjá tilgang með lífinu ef þau eru ekki í tölvuleiknum og er félagsleg einangrun eitthvað sem gerist hægt og rólega í kringum spilun á leikjum á borð við Fortnite.

Hér má lesa greinina í fullri lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson