Fyrsta samkynhneigða brúðkaupið

Breska konungsfjölskyldna er að breytast.
Breska konungsfjölskyldna er að breytast. AFP

Það þótti merki um breytta tíma innan bresku konungsfjölskyldunnar þegar Harry Bretaprins kvæntist fráskilinni konu. Nú hyggst frændi drottningarinnar, lávarðurinn Ivar Mountbatten, giftast kærasta sínum en um er að ræða fyrsta samkynhneigða brúðkaupið í stórfjölskyldu bresku konungsfjölskyldunnar. 

Mountbatten sem er 55 ára greindi frá áformum sínum í viðtali við Daily Mail. Lávarðurinn var áður í gagnkynhneigðu hjónabandi og á þrjár dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni. Fyrir tveimur árum kom hann út úr skápnum og ætlar nú að ganga í hjónaband með ástinni sinni, James Coyle. 

Fyrrverandi eiginkona hans er þó ekki út úr myndinni og sýnir hún barnsföður sínum mikinn stuðning. Hún ætlar til að mynda að leiða hann upp að altarinu þegar hann gengur aftur í hjónaband en það mun hafa verið hugmynd sem kom frá dætrum þeirra. 

Mountbatten er afkomandi Viktoríu drottningar og bæði frændi Elísabet Englandsdrottningar sem og Fillipusar, eiginmanns hennar. Hann er einnig guðfaðir dóttur Játvarðar Bretaprins, bróður Karls Bretaprins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson