Kryddpíurnar brjálaðar og hættar við

Mynd af endurfundum Kryddpíanna sem birt var á Instagram í …
Mynd af endurfundum Kryddpíanna sem birt var á Instagram í vetur.

Endurkoma stúlknahljómsveitarinnar Spice Girls er enn og aftur sögð vera í uppnámi vegna Victoriu Beckham. The Sun greinir frá því að 150 milljóna punda tónleikaferðalag um heiminn hafi verið tekið út af borðinu eftir rifrildi söngkvennanna. 

Simon Fuller skipulagði endurkomuna en hann var umboðsmaður hljómsveitarinnar þegar hún hóf feril sinn. Treystu kryddpíurnar á að hann næði að telja fína kryddið Beckham á að fara í tónleikaferðalag. Victoria Beckham hefur hins vegar alltaf verið skýr með það að hún vilji ekki fara í langt tónleikaferðalag enda skapað sér nafn á öðru sviði og þarf ekki jafnmikið á peningunum að halda og hinar kryddpíurnar. 

„Simon var dreginn inn til þess að fá hana til að taka tilboðinu en þegar það mislukkaðist líður þeim eins og hann hafi notað þær til þess að koma nafni sínu aftur á kortið,“ sagði heimildamaður. 

Söngkonurnar eru sagðar hafa talað við Victoriu Beckham og beðið hana að velja á milli sín og Fuller. Hún hins vegar er sögð hafa stutt Fuller enda gerði hann Beckham-nafnið að því vörumerki sem það er í dag. 

Peningar eru einnig sagðir hafa verið eitt af því sem þær rifust um en Mel B og Mel C eru sagðar ólmar í að græða á endurkomunni. Mel C skuldar mikið auk þess sem Mel B hefur tapað miklu á skilnaði sínum.

Victoria Beckham vill ekki fara á tónleikaferðalag.
Victoria Beckham vill ekki fara á tónleikaferðalag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson