Rapparinn XXXTentacion myrtur

Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í Flórída í dag.
Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í Flórída í dag. Ljósmynd/Twitter

Bandaríski rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í bíl sínum suðurhluta Flórída í dag. Rapparinn, sem hét réttu nafni Jahseh Dwayne Onfroy, var 20 ára gamall. 

TMZ greinir frá því að hann hafi nýlega yfirgefið mótorhjólaverslun og verið sestur aftur upp í bíl sinn þegar svartklæddur maður með rauða grímu hljóp að bílnum og skaut hann. Að sögn sjónarvotta lá XXXTentacion hreyfingarlaus í bílsætinu eftir að skotið reið af. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn stuttu síðar. 

Rapparinn hefur verið umdeildur þrátt fyrir ungan aldur en hann var í stofufangelsi en hafði nýlega fengið því aflétt vegna fyrirhugaðs tónleikaferðalags. Þá biðu hans einnig réttarhöld þar sem hann er ásakaður um að hafa beitt ófríska kærustu sína heimilisofbeldi. 

Þó svo að ferill XXXTentacion hafi verið knappur var hann vel þekktur innan rappheimsins og hafa stórstjörnur á borð við Kanye West nú þegar vottað honum virðingu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson