Tekjuhæsta teiknimynd frá upphafi

Fjölskyldan hin ótrúlega er komin aftur á hvíta tjaldið.
Fjölskyldan hin ótrúlega er komin aftur á hvíta tjaldið.

Teiknimyndin The Incredibles 2, eða Hin ótrúlegu 2, kom í kvikmyndahús vestan hafs um helgina. Myndin fékk góðar viðtökur og er tekjuhæsta teiknimyndin eftir fyrstu helgina í kvikmyndahúsum. Miðar voru seldir fyrir 180 milljónir bandaríkjadollara um helgina á myndina. The Incredibles 2 er líkt og nafnið gefur til kynna mynd númer tvö í The Incredibles seríunni. The Incredibles 1 kom út árið 2004 og fékk góðar viðtökur. Tólf árum seinna er mynd númer tvö komin út og viðtökurnar hreint ótrúlegar.

Finding Dory átti metið sem tekjuhæsta teiknimyndin eftir fyrstu helgi í kvikmyndahúsum. Þá voru seldir miðar fyrir 135 milljónir bandaríkjadollara en það var í júní 2016. Nú trónir hinsvegar ofurhetju fjölskyldan ótrúlega á toppnum í þessum flokki. Teiknimyndin kemur í kvikmyndahús á Íslandi á miðvikudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant