Faðir Meghan fékk borgað fyrir viðtalið

Faðir Meghan tjáði sig um dóttur sína í viðtali á …
Faðir Meghan tjáði sig um dóttur sína í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, kom fram í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í gær, mánudag. Daily Mail staðhæfir að faðir hertogaynjunnar hafi fengið 7.500 pund fyrir viðtalið eða rétt rúma eina milljón íslenskra króna. 

Markle sem á heima í Mexíkó var flogið á lúxushótel í Kaliforníu fyrir viðtalið. Í viðtalinu ræddi hann um samband sitt við dóttur sinnar, meðal annars hvernig hún brást við þegar hann sagði henni að hann gæti ekki verið viðstaddur brúðkaup hennar og Harry Bretaprins.

Daily Mail greinir einnig frá því að Kensington-höll hafi ekki vitað af viðtalinu fyrr en það fór í loftið. Markle lét heldur ekki dóttur sína og eiginmann hennar vita. 

Piers Morgan, einn þáttastjórnandanna, staðfesti að faðir Meghan hefði fengið nokkur þúsund pund fyrir viðtalið en hélt því þó fram að peningar hefðu ekki verið megintilgangur Thomas Markle. Segir hann að Markle hefði neitað hærri tilboðum frá bandarískum miðlum. 

Stuttu fyrir brúðkaup Harry og Meghan kom í ljós að Thomas Markle hefði sviðsett myndir af sér með götuljósmyndara og fengið greitt fyrir. 

Thomas Markle var ekki viðstaddur brúðkaup Harry og Meghan vegna …
Thomas Markle var ekki viðstaddur brúðkaup Harry og Meghan vegna veikinda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant