Sjö ára á toppi Kilimanjaro

Montannah Kenney er yngsta kona í heimi til að ganga …
Montannah Kenney er yngsta kona í heimi til að ganga á Kilimanjaro. mbl.is/AFP Roberto Schmidt

Hin sjö ára gamla Montannah Kenney frá Austin, Texas í Bandaríkjunum komst á dögunum á toppinn á Kiljimanjaro. Hún sló í leiðinni heimsmet en hún er yngsta kona í heimi til að ná toppinum. Hún gekk á fjallið með móður sinni sem er þríþrautarkappi og aðstoðaði hana í þjálfuninni fyrir gönguna. 

Kenney þurfti sérstakt leyfi til að klífa fjallið, en lágmarksaldur er 10 ára. Kilimanjaro er hæsta fjall í Afríku og er 5895 metra hátt. Hún æfði mikið fyrir gönguna og um helgar æfði hún í um 8-10 tíma á dag, ásamt því að taka styttri göngur. Þær mæðgur klifu fjallið ekki einar en í för með þeim var leiðsögumaður og 25 manns til að aðstoða þær. 

Kenney spurði mömmu sína hvort þær gætu klifið fjallið saman, en hún vildi gera það til að komast nær föður sínum. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins þriggja ára. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson