Elísabet Ronalds og Oprah mótmæla

Elísabet Ronaldsdóttir, Marianne Williamson og Oprah Winfrey mótmæla því að …
Elísabet Ronaldsdóttir, Marianne Williamson og Oprah Winfrey mótmæla því að börn séu tekin af foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna. Ljósmynd/mbl.is/skjáskot Instagram

Þekktar konur út um allan heim eru með ákall til stjórnvalda Bandaríkjanna um að breyta útlendingalöggjöf sinni strax og hætta að taka flóttabörn af foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna.

Marianne Williamson fyrirlesari og rithöfundur, varði stórum hluta af fyrirlestri sínum í gær í New York að ræða tilfinningarnar sem öll heimsbyggðin er að upplifa um þessar mundir tengt útlendingastefnu Bandaríkjanna. „Samfélagið hefur kennt okkur að við erum aðskilin hvort öðru.  Í raun erum við öll börn Guðs. Við eigum svo miklu meira sameiginlegt heldur en það sem aðgreinir okkur.“

Marianne Williamson blandar sér vanalega ekki í stjórnmál, en nú …
Marianne Williamson blandar sér vanalega ekki í stjórnmál, en nú getur hún ekki setið á sér. Ljósmynd/skjáskot Instagram

„Ef þú skoðar það sem er í gangi í dag hér í Bandaríkjunum. Börn sem eru tekin af foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna vegna þess að foreldrar þeirra er flóttafólk. Ef þú ert ekki leiður. Hver ertu þá? 

Konur! Allstaðar að í heiminum. Það síðasta sem við þurfum að hugsa um þessar mundir er hvaðan reiði okkar kemur yfir þessu óréttlæti! Hættum að efast um okkur. Setjum niður fótinn.Krefjumst breytinga fyrir þessi flóttabörn. Þessi börn eru börnin okkar! Stígið fram, takið ykkur stöðu. Það er ástæða fyrir því að við erum allar að bregðast við. Allt annað er blekking! Í dag er ekki tími fyrir karlmenn að haga sér eins og drengir. Ekki tími fyrir konur að haga sér sem stúlkur. Við þurfum öll að taka ábyrgð og fullorðnast. Þessir hlutir lagast ekki af sjálfum sér.“

Oprah Winfrey er á sama máli og leggur sína skoðun fram: „Ég þoli ekki að hugsa til þess að börn séu rifin af foreldrum sínum í dag!“

Oprah Winfrey lætur sig málefni mannúðar varða.
Oprah Winfrey lætur sig málefni mannúðar varða. AFP
Elísabet Ronaldsdóttir klippari þekkir vel til í kvikmyndaiðnaðnum í Bandaríkjunum og er með ákall til sinna vina á Facebook þar sem hún segir: „Mér er líkamlega illt að hugsa til þess að ung börn séu tekin af foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í dag. Allir í Bandaríkjunum sem ég þekki, setjið pressu á þau fyrirtæki sem eru að styðja við ríkisstjórn Bandaríkjanna í dag.“ 
Elísabet Ronaldsdóttir er dugleg að láta í sér heyra ef …
Elísabet Ronaldsdóttir er dugleg að láta í sér heyra ef henni finnst brotið á þeim sem minna mega sín. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson