Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Sjötíu konur alls staðar að mættu í ReykjadalsRide Tinds í …
Sjötíu konur alls staðar að mættu í ReykjadalsRide Tinds í gær í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní. Ljósmynd/Aðsend Tindur

Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. 

Þóra Katrín og Agnes Helga hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind sögðu frá kvennareiðinni í Magasíninu. Einnig fóru þær yfir það út á hvað hjólreiðarnar ganga og af hverju fleiri og fleiri tileinka sér þetta áhugamál á besta aldri. 

Agnes segir frá því í viðtalinu hvernig hjólin eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri í geymslu fjölskyldunnar og ljóst að það þarf stóran „dótakassa“ þegar maður er komin með þetta mikinn hjólaáhuga. En hún sagði það líka bara allt í lagi, því allt ýtti þetta undir hreyfingu og góðan félagsskap, allan ársins hring. Sem dæmi ætti hún sjálf þrjú hjól með mismunandi breiðum dekkjum, ætluðum ólíkum árstíðum og aðstæðum. 

Viðtalið við þær stöllur má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler