Tökur á Top Gun 2 hafnar

Tom Cruise fer með hlutverk Pete
Tom Cruise fer með hlutverk Pete "Maverick" Mitchell. mbl.is/AFP

Tökur á Top Gun 2 eru hafnar. Gerð myndarinnar hefur verið í pípunum í mörg ár en upphaflega myndin, Top Gun, kom út árið 1986. Staðfesting á gerð myndarinnar kom í maí 2017 og nú eru tökur loksins hafnar. 

Stórstjarna Top Gun, Tom Cruise, birti mynd á Twitter til að tilkynna fyrsta dag í tökum fyrir myndina. Hann er eini leikarinn úr upphaflegu myndinni sem er búið að staðfesta að muni leika í mynd númer tvö. Óstaðfestar heimildir segja þó að Val Kilmer, sem lék Iceman í fyrstu myndinni, muni einnig koma til með að leika í myndinni. 

Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í júlí 2019 og mun hún bera heitið Top Gun: Maverick.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant