Lenti á botninum eftir skilnað og gjaldþrot

Johnny Depp.
Johnny Depp. mbl.is/AFP

Leikarinn Johnny Depp segir í viðtali við Rolling Stones að hann hafi lent á botninum eftir skilnað sinn við Amber Heard og gjaldþrot. Fyrir skilnaðinn hafði Heard birt myndir af áverkum sem hann veitti henni. Síðustu ár hafa honum verið erfið en um sama leyti og fregnir bárust af skilnaðinum og ofbeldinu lést móðir hans úr krabbameini.

Heard og Depp kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries og giftust árið 2015 á einkaeyju hans. Þau skildu svo tveimur árum seinna. The Rum Diaries var gerð eftir samnefndri bók eftir Hunter S.Thompson, sem var einn af bestu vinum Depp. Thompson féll fyrir eigin hendi árið 2005. Depp eyddi 3 milljónum bandaríkjadala til að heiðra minningu Thompson en ösku hans var skotið út í geim. Depp hafði áður leikið í kvikmyndinni Fear and Loathing in Las Vegas sem einnig er byggð á bók Thompson.  

Johnny Depp ásamt vini sínum rithöfundinum Hunter S. Thompson og …
Johnny Depp ásamt vini sínum rithöfundinum Hunter S. Thompson og Benicio Del Toro við frumsýningu Fear and Loathing in Las Vegas árið 1998. mbl.is/Kathy Willens

Depp var mjög opinskár í viðtalinu og talaði hann um peningavandræði sín, látna vini, fjölskylduna sína og hjónaband sitt og Amber Heard. Hann viðurkenndi einnig að hann hafi eytt nokkrum fjármunum í að útbúa lítið heyrnatól sem hann er með í eyranu í tökum. Þá fær hann línurnar beint í eyrað og þarf ekki að muna textann sinn. Hann segist gera það til að geta einbeitt sér að því að leika með augunum. 

Í kringum peningavandræðin hefur Depp lent í árekstrum við lögfræðinga sína til margra ára og hefur skipt um lögfræðinga. Um þessar mundir er Depp á tónleikaferðalagi um Evrópu með hljómsveitinni The Hollywood Vampires. 

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. mbl.is/AFP



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant