Geislabyssa seldist á hálfa milljón dala

AFP

Geislabyssa Han Solo, sem Harrison Ford lék í Stjörnustríðsmyndunum, seldist á 550 þúsund dollara á uppboði í New York í gær, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Geislabyssan var notuð í myndinni „Jedinn snýr aftur“ sem kom út árið 1983 og var sú þriðja í upphaflega Stjörnustríðsþríleiknum. Byssan sem er að mestu gerð úr viði var í eigu James Schoppe, listræns stjórnanda myndarinnar. Hann setti byssuna á uppboð ásamt ýmsum öðrum leikmunum úr myndinni.

Byssan var dýrari en geislasverðið sem Mark Hamill notaði í hlutverki sínu sem Logi geimgengill í fyrstu tveimur Stjörnustríðsmyndunum en það seldist á 450 þúsund dollara.

Dýrasti leikmunur úr Stjörnustríðsmyndunum er þó R2-D2 vélmennið. Það seldist á 2,76 milljónir dollara í Los Angeles á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson