J Hus í haldi lögreglu í London

Breski rapparinn J Hus.
Breski rapparinn J Hus. Af Solstice.is

Rapparinn J Hus, sem átti samkvæmt dagskrá að koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í kvöld, var handtekinn í austurhluta London fyrir helgi og ákærður fyrir að hafa hníf í fórum sínum. 

J Hus er 23 ára og heitir réttu nafni Momodou Jallow. Í frétt Guardian segir að hann hafi verið handtekinn grunaður um að hafa hníf eða annað eggvopn í fórum sínum. Var bíll sem hann var í stöðvaður við Westfield-verslunarmiðstöðina á fimmtudag, segir í fréttinni.

J Hus var tilnefndur til þriggja Brit-verðlauna í ár. Í frétt Guardian segir að hann sé enn í haldi lögreglu og verði ekki sleppt fyrr en að mál hans verði tekið fyrir þann 20. júlí. 

Vísir greindi fyrst frá.

J Hus var kynntur sem einn þeirra sem átti að …
J Hus var kynntur sem einn þeirra sem átti að koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler