Fundu ástina á Íslandi, giftu sig í Skotlandi

Game of Thronse-leikararnir og Íslandsvinirnir Kit Harington og Rose Leslie giftu sig á laugardaginn en persónur þeirra í þáttunum voru einnig saman. Brúðkaupið fór fram í Skotlandi en brúðkaupsveislan var haldin í kastala sem hefur verið í fjölskyldu Leslie í 900 ár. 

Peter Dinklage, Maisie Williams, Sophie Turner og Emilia Clarke, meðleikarar þeirra úr þáttunum voru viðstödd brúðkaupið. 

Hjónin kynntust við tökur á þáttunum árið 2012 og spilaði Ísland stórt hlutverk í tilhugalífi hjónanna eins og Harington greindi síðar frá í viðtali. „Ég varð ástfangin þar,“ sagði leikarinn um Ísland og sagði landið fallegt og norðurljósin töfrandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.