Katrín ósátt með að fara ekki með

Vilhjálmur Bretaprins heldur áfram að sinna skyldum sínum á meðan …
Vilhjálmur Bretaprins heldur áfram að sinna skyldum sínum á meðan Katrín er í fæðingarorlofi. AFP

Vilhjálmur Bretaprins er einn í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum en eiginkona hans Katrín hertogaynja komst ekki með enda í fæðingarorlofi. Katrín var þó allt annað en ánægð með að missa af ferðinni ef marka má orð eiginmanns hennar samkvæmt Hello. 

Ferðin hófst í Jórdaníu og var það ástæðan fyrir því að Katrínu langaði með. Hertogaynjan bjó nefnilega í landinu í tæp þrjú ár þegar hún var yngri. Middleton-fjölskyldan fluttist til Amman árið 1984 vegna vinnu föður Katrínar en Michael Middleton starfaði hjá British Airways. Katrín var þá tveggja ára og Pippa systir hennar átta mánaða. 

Vilhjálmur var mjög ánægður þegar Rania Malki, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Jórdaníu, sagði Vilhjálmi að hún vissi hvar húsið sem Katrín bjó í væri en nú býr læknir barnanna hennar í húsinu.

„Hún elskaði að vera hér, hún virkilega gerði það. Hún er mjög ósátt með að ég sé að ferðast hingað án hennar,“ sagði Vilhjálmur. 

Vilhjálmur Bretaprins er í opinberri heimsókn í Jórdaníu.
Vilhjálmur Bretaprins er í opinberri heimsókn í Jórdaníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler