ÍR-stelpurnar stóðu sig vel á móti strákaliðum

Stelpurnar í körfuknattleiksdeild ÍR kepptu á móti evrópskum strákaliðum.
Stelpurnar í körfuknattleiksdeild ÍR kepptu á móti evrópskum strákaliðum.

Þrettán 11 ára stelpur úr körfuknattleiksliði ÍR eru nú í æfinga- og keppnisferð um Evrópu til að ná sér í reynslu á móti sterkum strákaliðum. Þær kepptu meðal annars við evrópsk topplið skipuð strákum og urðu í 3 sæti.

„Þær þurfa sterka andstæðinga til að stækka og þroskast sem lið. Þeim var meinað að keppa á móti strákunum í Íslandsmótinu en nú eru þær búnar að taka tvo leiki við Þýskalandsmeistarana sem eru einu ári eldri og talsvert stærri. Þeir voru númeri of stórir fyrir þær en það skiptir ekki máli, þær fengu það sem þær vildu út úr leikjunum, verðuga andstæðinga og keppni sem hækkar þeirra viðmið og gerir þær betri. Þær bættu sig líka mjög mikið á milli leikja. Þjálfarar Bayern Munchen-liðsins voru sérstaklega hrifnir af boltameðferð stúlknana og hvernig þær áttu í samskiptum við hvora aðra í leiknum og báðu um að þær myndu mæta á sameiginlega æfingu. Þetta var því mikið ævintýri fyrir þær,“ segir Brynjar Karl, þjálfari stúlknanna, um leikina gegn Þýskalandsmeisturunum.

„Við héldum síðan til Ítalíu í æfingabúðir í Treviso sem haldnar eru fyrir drengi á hverju ári. Þar fengu stelpurnar að æfa og spila við hæfileikaríkustu körfuboltastrákana á Norður-Ítalíu. Í kjölfarið kepptu þær svo á móti með drengjum á sama aldri og lönduðu þar bronsinu. Ég er gríðarlega stoltur af þessum stelpum sem eru endalaust að vaxa,“ segir þjálfarinn.

Með í för er teymi frá Saga-Film en heimildamynd um liðið og þjálfunaraðferðir Brynjars er í smíðum hjá þeim.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.