Semur tónlist í L.A.

Magnús með gítarinn í eyðimörkinni.
Magnús með gítarinn í eyðimörkinni. Aðsend mynd

Magnús Gunnarsson gaf nýverið út lagið Summer Nights. Lagið samdi Magnús en hann flytur það einnig, ásamt Lilju Eivor. Magnús er búsettur í Los Angeles og hefur búið þar síðastliðin þrjú ár. Hann var í skóla þar úti og lærði „music production“ eða að framleiða tónlist.

Það hefur tekið Magnús nokkurn tíma að gefa út lagið, en hann ætlaði upphaflega að gefa það út sumarið 2016. Sumarið 2017 ætlaði hann aftur að gefa út lagið en ekkert varð að því. Allt er þegar þrennt er og er því lagið kom út í þriðju tilraun. „Vonandi að sumarið á Íslandi fari samt að láta sjá sig svo hægt sé að njóta lagsins betur. Ég samdi lagið með sól og sumar í huga en ekki rok og rigningu,“ segir Magnús.

Hann hefur verið að semja og útfæra lög undanfarin ár og er nú að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu sem heitir No Place Like Home. Platan heitir í höfuðið á fyrsta laginu sem hann gaf út. Hann stefnir á að gefa plötuna út í júlí og fylgja henni eftir með litlum túr í Kaliforníu. „Að semja lögin og klára plötuna er búið að vera langt en lærdómsríkt ferli, bæði út frá tónlist og lífinu sjálfu. Hvert lag hefur ákveðið tilfinningagildi og sögu að segja. Eins og með Summer Nights, það var fyrsta lagið sem ég samdi frá byrjun og til enda. Ég samdi lagið með ákveðið íslenskt sumar í huga og er það svona í poppaðri kantinum miðað við önnur lög á plötunni.“

Magnús segist sækja mestan innblástur frá Bítlunum, Pink Floyd og eldri íslenskri tónlist. „Ég ætlaði mér aldrei að syngja lögin sjálfur enda hef ég aldrei talið mig söngvara. Ég var hinsvegar kominn með fullt af lögum og var ekki viss hvað ég ætti að gera við þau. Ég prófaði að taka mig upp syngja No Place Like Home lagið mitt og mér fannst það koma bara ágætlega út. Eftir það ákvað ég að slá til og syngja bara öll lögin sjálfur, hvort sem það sé til hins betra eða verra. Mig langar hins vegar í framtíðinni að endurgera lögin á annan hátt og með öðrum listamönnum,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á lagið hans á YouTube og Spotify. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.