Daði Freyr heillaði kýrnar

Daði Freyr Pétursson var að gefa út lagið Skiptir ekki ...
Daði Freyr Pétursson var að gefa út lagið Skiptir ekki máli. skjáskot/Youtube

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson var að senda frá sér nýtt lag og myndband. Lagið sem ber heitið Skiptir ekki máli er fyrsta lagið af plötu sem Daði Freyr er að vinna að um þessar mundir. 

Daði Freyr leikstýrði myndbandinu ásamt kærustunni sinni, Árnýju Fjólu, en faðir hans, Pétur Einarsson, sá um kvikmyndatökuna. Myndbandið var tekið á sveitabænum Norðurgarði sem er í eigu fjölskyldu Árnýjar Fjólu og léku kýrnar á bænum stórt hlutverk. 

Í myndbandinu sést kúahjörð fylgjast með Daða Frey en hann segir að þær hafi hreinlega komið þegar hann setti lagið í gang. 

mbl.is

Bloggað um fréttina