Glímdi við kynlífsfíkn

Jada Pinkett Smith opnar sig í þáttum sínum á Facebook.
Jada Pinkett Smith opnar sig í þáttum sínum á Facebook. mbl.is/AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith heldur áfram að opna umræðuna í þætti sínum Red Table Talk sem hún birtir á Facebook. Fíkn var rædd í síðasta þætti en Pinkett Smith áttaði sig á því þegar hún var unglingur að mamma hennar væri eiturlyfjafíkill. 

Pinkett Smith segist hafa geta séð það á móður sinni þegar hún var í vímu en þá mætti hún ekki á réttum tíma til þess að sækja hana í skólann auk þess hún sofnaði þegar hún átti að gera eitthvað annað en að sofa. 

Sjálf hefur Pinkett Smith ekki verið laus við fíkn í sínu lífi og segir fíknina alltaf leita í nýjar áttir. „Ég held pottþétt að ég hafi verið með einhverskonar kynlífsfíkn þegar ég var yngri, já, allt var hægt að laga með kynlífi,“ sagði leikkonan sem segist eftir það hafa verið með líkamsræktarfíkn. 

Leikkonan rifjaði einnig upp atvik tengt áfengisfíkn. „Ég man eftir því að hafa náð botninum þegar ég var ein heima og var með tvær vínflöskur og var að byrja á þeirri þriðju.“

mbl.is