Gylfi fékk sömu hugmynd og Bieber

Justin Bieber og Gylfi Sigurðsson eiga ýmsilegt sameiginlegt.
Justin Bieber og Gylfi Sigurðsson eiga ýmsilegt sameiginlegt. Samsett mynd

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gylfi Sigurðsson bað kærustu sinnar, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, á Bahamaeyjum um helgina. Gylfi var þó ekki sá eini sem fór á skeljarnar á Bahamaeyjum á laugardaginn en það gerði Justin Bieber líka.

Bieber bað fyrirsætunnar Hailey Baldwin á Bahamaeyjum á laugardaginn og á sunnudaginn bárust fréttir af trúlofuninni. Í gær, mánudag, tilkynntu þau Gylfi og Alexandra Helga að þau hefðu trúlofað sig á laugardaginn í fríi á Bahamaeyjum. 

Bieber og Gylfi eiga því meira en bara frægðina sameiginlega. Um skemmtilega tilviljun er að ræða og eins og stundum er sagt á ensku: „Great minds think alike“.

Justin Bieber og Hailey Baldwin trúlofuðu sig í fríi á ...
Justin Bieber og Hailey Baldwin trúlofuðu sig í fríi á Bahamaeyjum. AFP
mbl.is