Hvatti fyrrverandi áfram

Drake sat fyrir miðjum velli og hvatti Williams áfram.
Drake sat fyrir miðjum velli og hvatti Williams áfram. mbl.is/AFP

Kanadíski rapparinn Drake mætti á leik Serenu Williams á Wimbledon mótinu í gær, en Williams er fyrrverandi kærasta hans. Þau hættu saman árið 2015 og virðist sem svo að þau hafi skilið á góðum nótum. Samband þeirra var nokkuð alvarlegt og voru sögusagnir á kreiki um trúlofun. Það varð þó ekki að því, en Williams giftist Alexis Ohanian í fyrra. Auk þess eignuðust þau dótturina Olypmpia seinasta haust. Drake sýnir það og sannar að fyrrverandi pör geta verið vinir eftir sambandsslitin.

Drake á vellinum í gær.
Drake á vellinum í gær. mbl.is/AFP
mbl.is