Notar hanska í sundi

Kristen Bell er eiginlega með húfu og vettlinga í sundi.
Kristen Bell er eiginlega með húfu og vettlinga í sundi. skjáskot/Instagram

Kristen Bell fer óvenjulega klædd í sund en auk þess að klæða sig í sundföt fer hún í hanska. Eiginmaður hennar, leikarinn Dax Shepard, birti mynd af henni á Instagram í þessari óvenjulegu samsetningu. 

Bell virtist stolt þar sem hún stillti sér upp með hanskana en hún klæðist ekki hönskum í sundi veðursins vegna enda heitt og sólríkt þar sem þau eru. Shepard upplýsti að ástæðan væri sú að Bell þolir ekki rúsínuputta. 

Dax Shepard og Kristen Bell.
Dax Shepard og Kristen Bell. mbl.is/AFPmbl.is