Rosalegt myndband af árekstri Clooney

Leikarinn George Clooney lenti í óhappi á Sardiníu þar sem ...
Leikarinn George Clooney lenti í óhappi á Sardiníu þar sem hann lenti á vespunni sinni framan á bíl. AFP

Ítalski fjölmiðillinn Corriere della Sera birti myndband af slysi George Clooney þar sem sést hvernig kvikmyndaleikarinn flýgur í loftinu eftir árekstur i Sardiníu. 

Eins og fram kom í fréttum þá þykir mikið mildi að Clooney slapp með minniháttar meiðsl. Hann slasaðist á fæti og var útskrifaður samdægurs af spítala. Óhappið átti sér stað þegar bíll beygði í veg fyr­ir hann án þess að gefa stefnu­ljós. Clooney var á vespu og hent­ist af hjól­inu á framrúðu bíls­ins. 

Leik­ar­inn er á eyj­unni Sar­din­íu við upp­tök­ur á nýj­um sjón­varpsþátt­um, Catch 22. Sam­kvæmt ít­ölsk­um fjöl­miðlum hef­ur Cloo­ney þegar verið út­skrifaður af sjúkra­húsi.

Það er talið að leikarinn hafi verið á 60 km hraða þegar hann lenti á ökutækinu.

mbl.is