Þarf ekki að fá vandræðalega mynd með Kardashian

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu.
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu. mbl.is/AFP

Ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum, Jerry Brown, segist ekki þurfa að taka vandræðalega mynd með Kim Kardashian West til að gera það sem er rétt. Á sunnudagskvöldið þrýsti Kim á ríkisstjórann að skrifa undir lög sem koma til með að vernda konur í fangelsum í Kaliforníu. Lögin eiga þó eftir að fara í atkvæðagreiðslu í ríkinu og því ekki víst hvort lögin komi til með að enda á borði Brown. 

Talsmaður ríkisstjórans segir að Brown styðji lögin, óháð því hvað raunveruleikaþáttastjarnan setur á samfélagsmiðla og að hann þurfi ekki að taka vandræðalega mynd með henni. Hann muni líklegast skrifa undir lögin verði þau samþykkt í atkvæðagreiðslu. Talsmaður Brown vísar þar í myndina sem Donald Trump bandaríkjaforseti birti á Twitter í kjölfar fundar síns með Kim Kardashian West.

Myndin sem talsmaður Brown vísar í. Brown þarf ekki að ...
Myndin sem talsmaður Brown vísar í. Brown þarf ekki að fá svona mynd með Kim til að breyta rétt. Mynd/@realDonaldTrump
mbl.is