Þarf ekki að fá vandræðalega mynd með Kardashian

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu.
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu. mbl.is/AFP

Ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum, Jerry Brown, segist ekki þurfa að taka vandræðalega mynd með Kim Kardashian West til að gera það sem er rétt. Á sunnudagskvöldið þrýsti Kim á ríkisstjórann að skrifa undir lög sem koma til með að vernda konur í fangelsum í Kaliforníu. Lögin eiga þó eftir að fara í atkvæðagreiðslu í ríkinu og því ekki víst hvort lögin komi til með að enda á borði Brown. 

Talsmaður ríkisstjórans segir að Brown styðji lögin, óháð því hvað raunveruleikaþáttastjarnan setur á samfélagsmiðla og að hann þurfi ekki að taka vandræðalega mynd með henni. Hann muni líklegast skrifa undir lögin verði þau samþykkt í atkvæðagreiðslu. Talsmaður Brown vísar þar í myndina sem Donald Trump bandaríkjaforseti birti á Twitter í kjölfar fundar síns með Kim Kardashian West.

Myndin sem talsmaður Brown vísar í. Brown þarf ekki að …
Myndin sem talsmaður Brown vísar í. Brown þarf ekki að fá svona mynd með Kim til að breyta rétt. Mynd/@realDonaldTrump
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant