Annar maður kærður fyrir morðið á XXXTentacion

Tveir menn hafa verið kærðir fyrir morðið á XXXTentacion.
Tveir menn hafa verið kærðir fyrir morðið á XXXTentacion. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hinn 22 ára gamli Michael Boatwright hefur verið kærður fyrir morðið á rapparanum XXXTentacion. Rapparinn var skotinn til bana í bíl sínum fyrir utan mótorhjólaverslun í Flórída þann 18. júní síðastliðinn. Tveir menn hafa nú verið kærðir fyrir morðið, en Dedrick D. Williams var handtekinn þann 21. júní. 

Boatwright var í haldi lögreglu fyrir ótengt fíkniefnamál. Hann var síðar kærður fyrir morðið á XXXTentacion. Lögreglan í Flórída telur Boatwright og Williams vera tvo af þremur byssumönnum sem skutu á rapparann. Lögreglan telur þriðja byssumanninn vera Robert Allen, en hann sást á öryggismyndavélum í versluninni á sama tíma og morðið átti sér stað. 

mbl.is