Besson sakaður um margvísleg kynferðisbrot

Luc Besson.
Luc Besson. AFP

Önnur kona hefur sakað franska kvikmyndaleikstjórann og -framleiðandann Luc Besson um að beita hana kynferðislegu ofbeldi, skv. vef breska dagblaðsins Guardian. Í maí síðastliðnum kærði 27 ára leikkona hann fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni en að þessu sinni er það 49 ára kona sem starfar við leikaraval í kvikmyndum sem sakar Besson um að hafa beitt hana ofbeldi og mun hún hafa sent saksóknara í París bréf þess efnis en lögreglan hefur nauðgunarkæruna til rannsóknar.

Besson hefur neitað allri sök og sagt kæru leikkonunnar hugarburð. Konan sem kærði Besson nú síðast vill ekki láta nafns síns getið og segist bæði hafa orðið vitni að kynferðisbrotum Besson og orðið fyrir þeim. Hún segir Besson hafa áreitt hana í hvert sinn sem þau voru ein saman í lyftu.

Þá hafa tvær konur til viðbótar þessum tveimur greint franska vefnum Mediapart frá því að Besson hafi hagað sér ósæmilega í þeirra garð og önnur segist hafa flúið skrifstofu hans í París skríðandi eftir gólfinu. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »