Biðst afsökunar á #PlaneBae

Rosey Blair.
Rosey Blair. skjáskot/Instagram/@roseybeeme

Rosey Blair, leikkona og ljósmyndari, hefur beðist afsökunar á þræði sínum um parið sem sat fyrir framan hana í flugvél á leið frá New York til Texas í seinustu viku. Þráðurinn á Twitter fór sem eldur í sinu um Internetið og hafa allir stærstu miðlar heims fjallað um málið. Notast hefur verið við myllumerkið #PlaneBae til að tengja saman umræðu um þráðinn. Blair hefur nýtt málið sér til framdráttar en hún kom meðal annars fram í morgunþættinum Today Show.

Sagan á sér nokkra forsögu en Blair og kærasti hennar voru að ferðast heim til Texas en fengu ekki sæti saman í flugvélinni. Þau báðu unga konu að nafni Helen að skipta við sig um sæti sem hún og gerði og settist í sætaröðina fyrir fram þau. Helen og sætisfélagi hennar, Euan Holden, urðu hinir mestu mátar og var Blair með beina lýsingu á Instagram og Twitter af fyrstu kynnum þeirra. Án vitneskju Helen og Holden. 

Euan Holden, maðurinn í flugvélinni.
Euan Holden, maðurinn í flugvélinni. skjáskot/Instagram/@euanholden

Daginn eftir steig Holden fram á samfélagsmiðlum og mætti í morgunþáttinn með Blair. Konan, Helen, hefur hinsvegar ekki verið hrifin af athyglinni. Hvorki Blair né Holden hafa gefið upp fullt nafn hennar á samfélagsmiðlum. Aðdáendur lýsingar Blair hafa hinsvegar haft upp á henni og hefur Helen fengið hótanir og óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum. Hún endaði á því að eyða öllum aðgöngum sínum á samfélagsmiðlum til að forðast athyglina. 

Blair hefur verið gagnrýnd af blaðamanni Vox og fleirum fyrir að virða ekki friðhelgi einkalífs Helen og Holden. Þá hefur hún einnig verið gagnrýnd fyrir að nýta sér frægðina sem hún öðlaðist fyrir beinu lýsinguna. Hún hefur nú beðist afsökunar og segist ekki hafa áttað sig á því að hún væri ekki að virða friðhelgi Helen og Holden. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler