Lopez þóttist pissa á Hollywood stjörnu Trump

George Lopez (t.h.) ber ekki mikla virðingu fyrir forsetanum.
George Lopez (t.h.) ber ekki mikla virðingu fyrir forsetanum. mbl.is/JIM RUYMEN

Gamanleikarinn George Lopez notaði vatnsflösku til að þykjast pissa á stjörnu Donald Trump á frægðargötunni í Hollywood. Lopez hefur verið í nöp við forsetann síðan hann var kosinn og nýtti tækifærið þegar hann kom auga á stjörnu hans í götunni. 

Þá gagnrýndi Lopez tíst forsetans í kringum Memorial Day í lok maí. Á Memorial Day minnast Bandaríkjamenn þeirra sem hafa látið lífið í herþjónustu og heiðra þá sem gegna herþjónustu. Eins og Trump er einum lagið kom hann sér og ríkisstjórn sinni að í tístinu og hampaði lágu atvinnuleysi á meðal svartra og rómanskra íbúa í Bandaríkjunum. Lopez, sem ekki hefur gegn herþjónustu, sagði að hann viti manna best að fólk í Hollywood sé sjálfumhverft. Á þessum degi detti því þó ekki í hug að láta daginn snúast um sjálft sig og heiðri þá sem gegna herþjónustu. mbl.is