Sér eftir framhjáhaldinu

Kris Jenner átti fjögur börn með fyrri eiginmanni sínum, Robert ...
Kris Jenner átti fjögur börn með fyrri eiginmanni sínum, Robert Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner segist  í nýju sjónvarpsviðtali ekki vera stolt af framhjáhaldi sínu og lýsti yfir eftirsjá þegar kom að því hvernig fór fyrir fyrsta hjónabandi hennar. Jenner var gift Robert Kardashian þegar hún hélt fram hjá honum með knattspyrnumanni. 

„Ég giftist Robert þegar ég var 22 ára og varð ólétt í brúðkaupsferðinni minni. Ég átti eins gott líf og þig getur dreymt um,“ segir Jenner í viðtalinu samkvæmt People. „En þegar þú ert í einhverju heldur fólk stundum að grasið sé alltaf grænna og það er það sem það var,“ segir Jenner sem átti börnin Kourtney, Kim, Khloé og Rob með eiginmanni sínum. 

„Þegar ég lít til baka núna, örugglega það sem ég sé mest eftir í lífi mínu er það að hjónabandið brotnaði,“ sagði Jenner en eiginmaður hennar sótti um skilnað frá henni eftir framhjáhaldið. 

Kim Kardashian og Kris Jenner.
Kim Kardashian og Kris Jenner. AFP
mbl.is