Weird Al staddur á Íslandi

Weird Al segist ætla að breyta nafni sínu í Weird …
Weird Al segist ætla að breyta nafni sínu í Weird Al Reykjavík, svo hrifinn er hann af borginni, ef marka má Twitter-færslu hans. Ljósmynd/Twitter

Tónlistarmaðurinn og grínistinn „Weird Al“ Yankovic er staddur hér á landi. Hann birti mynd af sér á Twitter í dag sem er tekin við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og virðist hann kunna svo vel við sig að hann segist ætla að breyta nafni sínu í „Weird Al“ Reykjavík.

Al hinn skrítni er einna helst þekktur fyrir háðslegar útgáfur á vinsælum poppslögurum en hann hefur einnig gefið út sína eigin tónlist. Al, sem heitir réttu nafni Alfred Matthew Yankovic, er fæddur árið 1959 og gaf út sitt fyrsta lag árið 1976. Hann hefur unnið til fernra Grammy-verðlauna á ferlinum og gefið út yfir 150 lög, ábreiður sem og sín eigin.

Meðal hans þekktari verka má nefna útgáfu hans af lagi poppkóngsins Michael Jackson, Beat it, en útgáfa Weird Als heitir einfaldlega: Eat it.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant