Nancy Sinatra látin

Nancy náði 101 árs aldri.
Nancy náði 101 árs aldri. AFP

Nancy Sinatra eldri, fyrsta eiginkona söngvarans Franks Sinatra, er látin 101 árs að aldri. Dóttir hennar, Nancy Sinatra yngri, greinir frá þessu.

Nancy og Frank hófu samband sitt sem táningar og létu gefa sig saman í febrúar árið 1939, rétt rúmlega tvítug. Fyrst um sinn bjuggu þau í látlausri íbúð í Jersey City í New Jersey-ríki, þar sem Nancy fæddi tvö eldri börn þeirra. Þá starfaði hún um hríð sem ritari á sama tíma og eiginmaður hennar aflaði tekna sem syngjandi þjónn.

Eftir að Frank Sinatra sló loks í gegn á fimmta áratug síðustu aldar fluttu hjónin til Los Angeles, þar sem hann átti síðar eftir að verða kvikmyndastjarna og margt fleira, þar á meðal alræmdur flagari, að því er segir í umfjöllun Guardian.

Það leiddi að lokum til skilnaðar hjónanna árið 1951, en þá kvæntist Frank leikkonunni Övu Gardner. Nancy tók hins vegar að sér uppeldi barnanna, sem þá voru orðin þrjú; Nancy, Frank yngri, og Tina. Aldrei giftist hún aftur en þeim Frank mun áfram hafa verið vel til vina, þar til hann lést árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant