Demi Moore skaut fast á Bruce Willis

Demi Moore á þrjú börn með Bruce Willis.
Demi Moore á þrjú börn með Bruce Willis. AFP

Leikkonan Demi Moore kom fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Bruce Willis, á óvart á kvöldi honum til heiðurs um helgina. Á kvöldinu var gert grín að leikaranum og var fyrrverandi eiginkona hans ekki að skafa af því. 

„Ég var gift Bruce á meðan fyrstu þrjár Die Hard-myndirnar komu út, sem er skiljanlegt af því síðustu tvær voru ömurlegar,“ sagði Moore samkvæmt People. Moore og Willis voru gift á árunum 1987 til 2000 og eignuðust saman börnin Rumer, Scout og Talluluh Belle. 

Leikkonan gerði einnig grín að því hvernig leikarinn stóð sig í foreldrahlutverkinu. „Bruce er ótrúlega rausnarlegur. Þegar dóttir okkar Rumer var smábarn og það var komið að honum að skipta á bleyjunni um miðja nótt, hallaði hann sér að mér og hvíslaði: „Ég gef þér þúsund dollara núna ef þú skiptir á bleyjunni“,“ sagði Moore um eiginmann sinn. 

Hún bætti síðan við bleyjubrandarann. „Scout bað mig um að segja ekki neitt, en bara í síðustu viku bauðst hann til að gefa henni þúsund dollara fyrir að skipta á bleyjunni sinni,“ sagði Moore. „Sumir hlutir breytast aldrei.“

Bruce Willis var í stuði um helgina.
Bruce Willis var í stuði um helgina. AFP
mbl.is