Emil dansar á Ítalíu

Það er á hreinu að Emil kann meira en að ...
Það er á hreinu að Emil kann meira en að spila fótbolta, hann er þrusu dansari. Börnin hans eru lika frábær. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson er á Ítalíu ásamt eiginkonu sinni athafnakonunni Ásu Regins og börnum. Á meðan Emil syndir í sundlauginni er Ása að elda dýrindis pesto og grillaðan kjúkling.

Emil og Ása eru mikið fjölskyldufólk og gerir Emil sér lítið fyrir og dansar undir trjánum við börnin sín.

Fjölmargir fylgja fjölskyldunni á samfélagsmiðlum, enda er heilmargt hægt að læra af Ásu þegar kemur að mat og næringu. Já og svo ekki sé minnst á Emil, hann er með ágæt dansspor sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.

Þetta er svo einfalt👌🏼 Rauðustu plómutómatarnir skornir í helminga og miðjan tekin úr, velta tómötunum uppúr BIO olíunni frá OLIFA með salti og origano. Bakað á 180’ undir og yfir ( smá blástur undir lokinn er svo ágætt), þar til tómatarnir eru orðnir svona sætir og krumpaðir👌🏼🍅🇮🇹☀️🤩 Í hádeginu borðuðum við þá bara sem meðlæti, miklu betra en allt heimsins nammi til samans😘

A post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on Jul 16, 2018 at 9:06am PDT

Gerist ekki betra ☀️🇮🇹🙌🏻

A post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on Jul 17, 2018 at 1:57am PDT

Emil að dansa við börnin.
Emil að dansa við börnin. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is