Kærastinn óánægður með bikinímyndirnar

Kourtney Kardashian hefur birt margar myndir af sér á sundfötunum ...
Kourtney Kardashian hefur birt margar myndir af sér á sundfötunum í sumar. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er dugleg að birta myndir af sér fáklæddri. Á meðan einhverjir aðdáendur hennar eru ánægðir með það er kærastinn ekki jafnsáttur. Kardashian hefur átt í sambandi við fyrirsætuna Younes Bendjima í eitt og hálft ár. 

Bendjima er sagður aldrei hafa kunnað vel við kynþokkafullu myndirnar sem Kardashian birtir af sér. „Hann vill ekki að kærastan sín geri það. Hann skilur að það er vinnan hennar en hann vill að hún birti fleiri myndir af sér í fötum,“ sagði heimildamaður People

Í gær birti Kardashian nýja mynd af sér og er Bendjima sagður hafa birt athugasemd við myndina sem síðar var eytt. „Er þetta það sem þú þarft að sýna til þess að fá like?“ á Bendjima að hafa skrifað við myndina. 

mbl.is